spot_img
HomeFréttirU18 kvk: Fyrsti sigurinn í höfn

U18 kvk: Fyrsti sigurinn í höfn

Ísland var rétt í þessu að vinna 58-46 sigur á Sviss í Evrópukeppni B-deildar. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í riðlakeppninni eftir tap gegn Ísrael og Englandi. Sara Rún Hinriksdóttir landaði enn einni tvennunni með 19 stig og 11 fráköst í liði Íslands.
 
 
Guðlaug Björt Júlíusdóttir bætti við 14 stigum og 4 stoðsendingum og Elsa Rún Karlsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Ísland mætir svo Danmörku á morgun í lokaleik sínum í riðlakeppninni.
 
Mynd/ FIBA Europe – Sandra Lind Þrastardóttir í leiknum gegn Ísrael á dögunum.
  
Fréttir
- Auglýsing -