U18 ára karlalandslið Íslands leikur fjóra leiki gegn Domino´s deildar liðum í undirbúningi sínum fyrir EM sem fer fram í Sofia í Búlgaríu en liðið heldur utan þann 23.júlí næstkomandi. U18 ára liðið tók þátt í maílok og júníbyrjun á Norðurlandamótinu í Solna og hafnaði liðið þar í 2. sæti en Finnar urðu Norðurlandameistarar. Ísland lá gegn Finnum eftir framlengda spennuviðureign.
Leikirnir hér heima:
Gegn Stjörnunni fimmtudaginn 26.júní kl 19:15 í Ásgarði, Garðabæ.
Gegn Fjölni miðvikudaginn 2.júlí kl 19:15 í Dalhúsum, Grafarvogi.
Gegn Njarðvík fimmtudaginn 10.júlí kl 19:15 í Ljónagryfjunni, Njarðvík.
Gegn Haukum þriðjudaginn 15.júlí kl 18:15 á Ásvöllum, Hafnarfirði.
Liðið er í sterkum riðli í Búlgaríu, en íslenska liðið var í sjötta styrkleikaflokki þar sem að Ísland var ekki með lið í keppni síðasta sumar. Leikjaniðurröðun riðlakeppninnar er sem hér segir:
Gegn Eistlandi 24.júlí
Gegn Þýskalandi 25.júlí
Gegn Austurríki 26.júlí
Gegn Georgíu 27.júlí
Gegn Ísrael 28.júlí
Strákarnir eru í fríi 29.júlí og svo eru milliriðlar 30. og 31.júlí. Það er annar frídagur 1.ágúst og svo er leikið um sæti 2. og 3.ágúst áður en liðið heldur aftur heim þann 4.ágúst.
Lið Íslands:
4 Högni Fjalarsson – bakvörður – KR
5 Magnús Már Traustason – framherji – Njarðvík
6 Jón Axel Guðmundsson – bakvörður – Grindavík
7 Pétur Rúnar Birgisson – bakvörður – Tindastóll (fyrirliði)
8 Daði Lár Jónsson – bakvörður – Stjarnan
9 Hjálmar Stefánsson – framherji – Haukar
10 Kári Jónsson – bakvörður – Haukar (varafyrirliði)
11 Hilmir Kristjánsson – framherji – Grindavík
12 Kristinn Pálsson – framherji – Stella Azzurra (Ítalíu)
13 Brynjar Magnús Friðriksson – miðherji – Stjarnan
14 Kristján Leifur Sverrisson – framherji – Haukar
15 Breki Gylfason – miðherji – Breiðablik
Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson
Aðst.þj: Skúli Ingibergur Þórarinsson
Nuddari: Rafn Alexander Júlíusson
Fararstjóri: Erlingur Rúnar Hannesson
FIBA dómari í ferðinni er Leifur S Garðarsson.
Mynd/ Hafnfirðingurinn Kári Jónsson er á meðal leikmann íslenska U18 ára landsliðsins sem er á leið til Búlgaríu.