spot_img
HomeFréttirTyrkir áfram og Slóvenar skelltu Áströlum

Tyrkir áfram og Slóvenar skelltu Áströlum

 
Tyrkland og Slóvenía eru komin áfram í 8-liða úrslit á HM sem nú er í fullum gangi í Tyrklandi. Tveir leikir voru á dagskránni í dag þegar Tyrkir lögðu Frakka og Slóvenar pökkuðu saman Áströlum. 
Slóvenía 87-58 Ástralía
Staðan í hálfleik var 42-21 Slóvenum í vil sem voru mun sterkari strax frá fyrstu mínútu. Jaka Lakovic leikmaður Barcelona var stigahæstur í liði Slóvena með 19 stig en hjá Áströlum voru þeir Patrick Mills og Joe Ingles báðir með 13 stig en þess má geta að Ingles leikur með Jóni Arnóri Stefánssyni hjá CB Granada á Spáni.
 
Tyrkland 95-77 Frakkland
Heimamenn í Tyrklandi höfðu nokkuð afgerandi sigur á Frökkum þar sem Hedo Turkoglu leikmaður Phoenix Suns gerði 20 stig fyrir heimamenn. Í franska liðinu var Boris Diaw fyrirferðamestur með 21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Á morgun mætast svo Bandaríkin og Angóla kl. 15:00 að íslenskum tíma og Rússar og Nýja Sjáland kl. 18:00.
 
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit:
Króatía, Spánn, Slóvenía og Tyrkland.
 
Ljósmynd/ www.fiba.com Slóvenar rúlluðu yfir Ástralíu í 16 liða úrslitunum í dag.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -