KR lagði Hött í kvöld með minnsta mun mögulegum í Dominos deild karla á Egilsstöðum, 97-98. Eftir leikinn er KR í 2.-4. sæti deildarinnar með 20 stig líkt og Þór og Stjarnan á meðan að Höttur er í 11. sætinu með 8 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð spennandi. Heimamenn í Hetti leiddu lengst af, en undir lokin komust KR inn í leikinn og náðu að lokum að sigra með þriggja stiga körfu frá Tyler Sabin þegar að um 4 sekúndur voru eftir af leiknum.
Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 8 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir gestina var það Matthías Orri Sigurðarson sem dró vagninn með 24 stigum, 8 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Bæði lið leika næst komandi sunnudag 21. mars. Höttur heimsækir Tindastól á meðan að KR fær Þór Akureyri í heimsókn.