spot_img
HomeFréttirTvö Hagkaupsskot rötuðu rétta leið í Ásgarði

Tvö Hagkaupsskot rötuðu rétta leið í Ásgarði

 
Eftir áramót hafa verið svokölluð Hagkaupsskot á öllum heimaleikjum Stjörnunnar, en þá hafa þrír til fjórir einstaklingar fengið að spreyta sig á því að hitta í körfuna frá gólfmerkingu Hagkaups og fá að launum 10.000 kr. úttekt í Hagkaupum. Þetta er hluti af samstarfssamningi Stjörnunnar og Hagkaupa, en fyrirtækið er einn af styrktaraðilum deildarinnar segir á www.stjarnan-karfa.is  
Enginn af þeim sem tekið hafa þátt í Hagkaupsskotinu hefur náð að setja boltann ofan í körfuna í vetur, þar til á þriðjudagskvöld. Þá gerður þeir Gunnar Sigurðsson og Tómas Þ. Tómasson sér lítið fyrir og settu báðir skotin sín niður og fá að launum 10.000 kr. gjafaúttekt í Hagkaupum. Ekki slæm búbót það! Þeir félagar æfa báðir hjá Stjörnunni, í yngri flokkum, og hafa sjálfsagt æft sig nokkrum sinnum frá Hagkaupsmerkingunni í lok æfinga í vetur.
 
Mynd/ Þeir Tómas og Gunnar voru sáttir eftir leikinn á þriðjudag, bæði með sigur Stjörnunnar og auðvitað Hagkaupsskotin sem þeir settu báðir niður.
 
Fréttir
- Auglýsing -