Tryggvi Snær og Bilbao töpuðu með minnsta mun mögulegum

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao töpuðu með minnsta mun mögulegum gegn Tenerife í ACB deildinni á Spáni, 93-94.

Á rúmum 13 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 7 stigum, 4 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Eftir nokkuð sterka byrjun á tímabilinu hefur Bilbao nú tapað tveimur leikjum í röð og eru í 9. sætinu með fjóra sigra og þrjú töp eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Tölfræði leiks