Styrmir Snær atkvæðamestur gegn Brussel

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons máttu þola tap gegn Brussel í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 90-76.

Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir Snær 20 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hann var bæði stiga og framlagshæstur í liði Mons í leiknum.

Það gengur hvorki né rekur hjá Mons það sem af er tímabili, en eftir fyrstu fimm umferðirnar eru þeir í neðsta sæti Belgíuhluta deildarinnar, enn í leit að fyrsta sigrinum.

Tölfræði leiks