Elvar Már með 13 stig gegn Lavrio

Elvar Már Friðriksson og PAOK töpuðu fyrir Lavrio í grísku úrvalsdeildinni í dag, 86-76.

Á tæpum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 13 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Elvar Már og PAOK eru í 6. sæti deildarinnar eftir leikinn með tvo sigra og tvö töp eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Tölfræði leiks