spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær öflugur er Zaragoza lagði Joventut

Tryggvi Snær öflugur er Zaragoza lagði Joventut

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Joventut í dag í ACB deildinni á Spáni, 87-77.

Tryggvi lék rúmar 19 mínútur í leiknum og skilaði sínu verki vel, 9 stig, 6 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot.

Tryggva og Zaragoza hefur gengið ágætlega að safna stigum síðustu vikur og eru nú nánast öruggir með sæti sitt í deildinni á næsta tímabili, 3 sigurleikjum og 11 stigum fyrir ofan fallsvæðið í 13. sætinu með 11 sigra og 19 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -