Tryggvi Snær atkvæðamestur er Bilbao náði í sigur gegn hans gömlu félögum

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu hans gömlu félaga í Obradoiro með minnsta mun mögulegum í ACB deildinni í kvöld, 77-78, en Tryggvi var á mála hjá Obradoiro veturinn 2018-19 á láni frá Valencia.

Á 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 14 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 4 vörðum skotum. Þá var hann einkar skilvirkur í leiknum, framlagshæstur með 20 framlagsstig.

Tímabilið fer ágætlega af stað hjá Tryggva og félögum í Bilbao, hafa unnið tvo leiki og tapað einum eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Tölfræði leiks