spot_img
HomeFréttirTryggvi Snær á lista með Shengelia, Wembanyama og Parra - "Stóri maðurinn...

Tryggvi Snær á lista með Shengelia, Wembanyama og Parra – “Stóri maðurinn frá Zaragoza hefur verið frábær”

Lokagluggi undankeppni HM 2023 fer af stað á morgun þar sem þjóðir álfunnar bítast um þrjú síðustu sæti á lokamótinu sem fram fer seinna á árinu. Vefmiðill FIBA gaf í dag út átta nafna lista leikmanna sem vert er að hafa augu á í þessum síðustu tveimur leikjum undankeppninnar.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Leikmaður Íslands og Casademont Zaragoza á Spáni Tryggvi Snær Hlinason er sagður vera einn þessara leikmanna, en ásamt honum eru þar Victor Wembanyama frá Frakklandi, Tornike Shengelia frá Georgíu, Borisa Simanic frá Serbíu, Ziga Samar frá Slóveníu, Edon Maxhuni frá Finnlandi, Joel Parra frá Spáni og Elliot Cadeau frá Svíþjóð.

https://www.karfan.is/2023/02/hvad-tharf-island-ad-gera-til-thess-ad-tryggja-sig-a-lokamot-hm-2023/

Um Tryggva segir miðillinn:

“Tryggvi mun berjast vel fyrir Ísland þar sem þjóðin reynir að skrá sig í sögubækurnar sem minnsta þjóðin miðað við íbúafjölda til að komast á ​​HM í körfubolta. Stóri maðurinn frá Zaragoza hefur verið frábær í gegnum undankeppni mótsins með 15,9 stig, 10,6 fráköst, 1,3 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. Hann var með 15 stig, 10 fráköst, 2 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot í fyrsta leiknum gegn Georgíu í nóvember síðastliðnum, en þar skoraði hann þó aðeins úr 3 af 9 af vítalínunni í 88-85 tapi”

Ísland tekur á móti Spáni annað kvöld í Laugardalshöll í fyrri leik gluggans áður en liðið ferðast til Georgíu þar sem þeir mæta heimamönnum í Tíblisi í lokaleiknum. Fyrir leikina tvo eru það þrjú lið sem bítast um síðasta farmiðann á lokamótið úr riðlinum, Ísland, Georgía og Úkraína. Áður höfðu bæðir Spánn og Ítalía tryggt þátttökurétt sinn.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -