spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Hlinason til Bilbao

Tryggvi Hlinason til Bilbao

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Hlinason hefur gengið til liðs við ACB-deildar lið Bilbao fyrir komandi leiktíð, en Tryggvi kemur til liðsins frá Zaragoza.

Tryggvi, sem hefur leikið með Zaragoza frá árinu 2019, skrifar undir tveggja ára samning við Bilbao. Á síðustu leiktíð var Tryggvi lykilmaður í liði Zaragoza og skilaði m.a. 7,4 stigum, 5 fráköstum og 1,7 vörðum skotum að meðaltali í leik og var næsthæstur í allri ACB deildinni yfir síðastnefnda tölfræðiþáttinn.

Fréttir
- Auglýsing -