spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖflugur í tíunda sigrinum í röð

Öflugur í tíunda sigrinum í röð

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu Leuven Bears í kvöld í Elite Silver hluta BNXT deildarinnar í Hollandi/Belgíu, 85-70.

Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir Snær 13 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Sigur kvöldsins var sá tíundi í röð hjá Mons, en þeir eru eftir hann í 2. sæti deildarinnar með 11 sigra og aðeins 1 tap síðan að deildinni var skipt upp.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -