spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi að semja við Zaragosa

Tryggvi að semja við Zaragosa

Tryggvi Snær Hlinason virðist vera búinn að finna sér nýtt lið eftir að Valencia lét hann fyrir fyrr í sumar. Samkvæmt netmiðlinum Encestando hefur Zaragosa tryggt sér þjónustu þessa íslenska miðherja á næstu leiktíð.

Tryggvi sem hefur leikið með Valencia og Monbus Obradorio í spænsku úrvalsdeildinni mun því áfram leika í þeirri deild sem er meðal allra sterkustu deildum evrópu. Miðherjinn sterki átti fínt tímabil með Obradorio á síðustu leiktíð en ákvað Valencia að leysa hann undan samning eftir tímabilið.

Zaragosa endaði í sjötta sæti í Spænsku deildarkeppninni á síðustu leiktíð og komst alla leið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Á þeirri leið sló liðið út gríðarlega sterkt lið Baskonia en féll úr leik gegn Barcelona. Þjálfari liðsins er Porfirio Fisac. Liðið mun leika í Meistaradeild evrópu á næstu leiktíð.

Jón Arnór Stefánsson lék einnig með liði Zaragosa árin 2011-2014 og mun Tryggvi því stíga í fótspor hans á ný.

Fréttir
- Auglýsing -