spot_img
HomeFréttirFrá í lengri tíma

Frá í lengri tíma

Miðherji Keflavíkur og íslenska landsliðsins Birna Valgerður Benónýsdóttir er með slitið krossband og mun því ekki taka frekari þátt í úrslitakeppni Subway deildar kvenna. Staðfestir forráðamaður liðsins þetta í samtali við Körfuna rétt í þessu.

Birna meiddist í oddaleik liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum síðasta mánudag og tók ekki frekari þátt í leiknum eftir að hafa meiðst. Niðurstöður ómskoðunar á hnéi leiddu í framhaldi í ljós rifu á liðþófa og slitið krossband og verður því einhver tími í að hún komist aftur af stað með liðinu.

Keflavík mætir Njarðvík annað kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -