spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTroy Cracknell á Meistaravelli

Troy Cracknell á Meistaravelli

KR hefur samið við Troy Cracknell um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Troy er 24 ára, 193 cm bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins frá Reading Rockets á Englandi, en þar lék hann sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður eftir að hafa verið lykilmaður hjá annarrar deildar háskólaliði Augusta 2017-22.

Með Reading skilaði Troy 20 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik, en liðið datt út í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa endað í 4. sæti deildarinnar.

Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR “Troy átti gott tímabil í fyrra á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. Var í stærra hlutverki sóknarlega en í háskóla og gerði vel, sérstaklega seinni hluta tímabilsins. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður fyrir okkur varnarlega eftir því sem við þurfum. Hann frákastar mjög vel miðað við stærð, er góð skytta og varnarmaður. Ég hef heyrt mjög góða hluti um hann sem karakter, liðsfélaga og leiðtoga þannig að vonin er að hann passi vel inn í þann sterka hóp sem við erum með nú þegar.”

Fréttir
- Auglýsing -