spot_img
HomeFréttirTopplið Sundsvall fær Jamtland í fyrstu umferð í Svíþjóð

Topplið Sundsvall fær Jamtland í fyrstu umferð í Svíþjóð

 
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson hefja leik í sænsku úrslitakeppninni næsta mánudag þegar Sundsvall Dragons rúlla inn í einvígi sitt gegn Jamtland Basket. Fyrirkomulag keppninnar í Svíþjóð er ekki ósvipað því sem þekkist hér heima en sænska deildin telur tíu lið sem leika fjórfalda umferð í deildinni og í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætast lið 1 og 8, 2 og 7, 3 og 6 og svo 4 og 5.
Logi Gunnarsson og Solna Vikings fá Norrköping Dolphins í fyrstu umferð þar sem höfrungarnir verða með heimavallarréttinn og Helgi Magnússon og Uppsala Basket fá Södertalje Kings í fyrstu umerðinni þar sem kóngarnir hafa heimaleikjaréttinn. Eins og flestir muna eru Sundsvall drekarnir deildarmeistarar svo Jakob og Hlynur verða með heimaleikjaréttinn á meðan þeir eru á lífi í úrslitakeppninni.
 
Fyrsta umerð sænsku úrslitakeppninnar:
 
1 Sundsvall Dragons – Jamtland Basket 8
2 LF Basket – Boras Basket 7
3 Norrköping Dolphins – Solna Vikings 6
4 Södertalje Kings – Uppsala Basket 5
 
Einn deildarleikur er enn eftir í Svíþjóð en það er viðureign Norrköping Dolphins og ecoÖrebro en sá leikur hefur engin áhrif á röðun liðanna í deildinni.
 
Í fyrstu umferð þarf að vinna 3 leiki sem og í undanúrslitum en vinna þarf fjóra leiki til að verða sænskur meistari.
 
Mynd/ Jakob og Hlynur eru ríkjandi deildarmeistarar með Sundsvall í Svíþjóð og þykja af þeim sökum líklegir til afreka í úrslitakeppninni sem hefst eftir helgi.
 
Fréttir
- Auglýsing -