spot_img
HomeFréttirTöp hjá Íslendingaliðunum í Danmörku

Töp hjá Íslendingaliðunum í Danmörku

Leikið var í dönsku úrvalsdeildinni nú um helgina og riðu Íslendingaliðin ekki feitum hesti. Åbyhøj og Horsens IC töpuðu bæði á útivelli. Åbyhøj í Álaborg og Horsens fyrir SISU.

 

Åbyhøj sem Ólafur J. Sigurðsson leikur með og Arnar Guðjónsson er aðstoðarþjálfari heimsótti Alborg í gær og eftir jafna þrjá fyrstu leikhlutana stakk Alborg af í lokin og vann 72-63. Ólafur lék í 23 mínútur og skoraði 6 stig. Åbyøj er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en í næstum þremur sætum koma Horsens IC, Amager og Alborg með 10 stig og því hörð barátta um síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Horsens IC sem Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson leika með heimsótti SISU til Kaupmannahafnar og tapaði 87-79. Sigurður lék í tæpar 11 mínútur í leiknum og tókst að fá fimm villur en hitti úr hvorugu þriggja stiga skoti sínu. Halldór lék í rúmar 7 mínútur og tók ekki skot á körfuna en tók 1 frákast. Þess má geta að þjálfari Horsens IC er Kenneth Webb sem þjálfaði Skallagrím á sínum tíma.

Næstu leikir Íslendingaliðanna eru á miðvikudag og fimmtudag, á miðvikudag er Árósaslagur þegar Åbyhøj tekur á móti Bakken Bears en með Bakken leikur Guðni Valentínusson. Á fimmtudag tekur svo Horsens IC á móti botnliði Randers í sjónvarpsleik á DK4.

[email protected]

Mynd:  Thorbjørn Wangen

Fréttir
- Auglýsing -