spot_img
HomeFréttirTökum enga sénsa með Pál Axel

Tökum enga sénsa með Pál Axel

 
Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson var ekki í búning þegar KFÍ mætti í heimsókn um helgina í Röstina. Grindavík hafði sigur í góðum leik án Páls sem var fjarri góðu gamni sökum meiðsla.
,,Hann er búinn að vera slæmur í hásinunum. Það kemur bara í ljós hvort hann verður með í næsta leik en hann er allur að koma til, við tökum samt enga sénsa,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Karfan.is.
 
Eftir fyrstu tvær umferðirnar í Iceland Express deild karla er Grindavík eitt af þremur taplausum liðum ásamt Haukum og Snæfell.
Ljósmynd/ stebbi@karfan.is Páll Axel var ekki með Grindavík gegn KFÍ í síðustu umferð.
 
Fréttir
- Auglýsing -