spot_img
HomeFréttirTíu í tip-off

Tíu í tip-off

Fimm svakalegir leikir í Domino´s deild karla í kvöld, fjörið hefst kl. 19:15 og fjórir af leikjum kvöldsins eru í beinni netútsendingu. Karfan.is tóku stöðuna á hópi liðanna fyrir kvöldið en það tóku ekki allir þátt þetta sinnið.
 
Leikir kvöldsins:
 
KFÍ – Grindavík (frestað til sunnudags)
KR – Stjarnan
Keflavík – Þór Þorlákshöfn
Skallagrímur – Snæfell
Tindastóll – Njarðvík
 
KFÍ: FRESTAÐ
Grindavík: FRESTAÐ
 
KR: Sveinn Blöndal er erlendis og Darri Atlason varð fyrir því óláni að slíta krossbönd skv. Helga Magnússyni þjálfara KR. Aðrir röndóttir til taks.
Stjarnan: Allir Stjörnumenn með í kvöld nema Marvin Valdimarsson sem undanfarið hefur verið inn og út úr Stjörnuliðinu sökum meiðsla.
 
Keflavík: Allir með í liði Keflavíkur skv. Sigurði Ingimundarsyni.
Þór Þorlákshöfn: Allir með kvað Benedikt þjálfari Þórsara að sjálfsögðu utan þeirra Darra Hilmarssonar og Baldurs Þórs Ragnarssonar sem eru meiddir.
 
Tindastóll: Friðrik Þór Stefánsson kemur inn í Tindastólshópinn í kvöld. Tarick hefur ekkert æft í vikunni vegna meiðsla og verður ekki með í leiknum, þá hefur Helgi Freyr Margeirsson verið tæpur undanfarið. Bárður tjáði okkur að fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson hafi skipað bæði Tarick og nafna sínum að reima fastar svo Stólarnir eru flestir hverjir klárir.
Njarðvík: Allir klárir í slaginn í liði Njarðvíkinga svaraði Einar Árni í dag skömmu eftir að grænir renndu framhjá Staðarskála.
 
Skallagrímur: Gleðitíðindi úr Borgarnesi sagði Pálmi Þór þjálfari Snæfells en Egill Egilsson verður í búning í kvöld í fyrsta sinn síðan í byrjun móts. Aðrir í Borgarnesi eru klárir í slaginn skv. Pálma.
Snæfell: Allir með í herbúðum Snæfells.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -