spot_img
HomeFréttirTindastóll og Þór mætast í ágóðaleik til styrktar Ingva Guðmundssyni

Tindastóll og Þór mætast í ágóðaleik til styrktar Ingva Guðmundssyni

 
Tindastóll og Þór Akureyri leika annan æfingaleik sinn á stuttum tíma, í kvöld þriðjudaginn 14. september og verður hann kl. 18.40. Liðin áttust við á laugardaginn var í Þelamerkurskóla og sigraði Tindastóll í þeim leik. Leikur kvöldsins er ágóðaleikur til styrktar Ingva Guðmundssyni og fjölskyldu. 
Tekið verður á móti frjálsum framlögum við innganginn, en allur ágóði þessa æfingaleiks rennur til styrktar Ingva Guðmundssyni og fjölskyldu, en Ingvi mun gangast á næstunni undir mergskipti í hetjulegri baráttu sinni við krabbamein.
 
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hvetur fólk til að mæta á leikinn, sjá hvernig strákarnir koma undan sumrinu og styrkja í leiðinni gott málefni. Hér geta þeir sem ekki komast á leikinn nálgast upplýsingar til þess að leggja Ingva og fjölskyldu lið í baráttunni.
 
Ljósmynd/ Stólarnir spila til styrktar Ingva Guðmundssyni í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -