spot_img
HomeFréttirTindastóll Greifamótsmeistari 2012

Tindastóll Greifamótsmeistari 2012

Greifamótinu á Akureyri lauk í dag þar sem Tindastóll varð meistari þetta árið en Stólarnir mættu Hetti frá Egilsstöðum í úrslitaleik um titilinn. Skagfirðingar höfðu betur 98-71 í lokaleiknum eftir barning gegn austanmönnum í fyrri hálfleik.
Í fyrsta leik í morgun sigruðu gestgjafarnir í Þór kollega sína frá Egilstöðum 75 – 67 í spennandi leik.
 
Leikur Tindastóls gegn ÍA reyndist vera leikur kattarins að músinn og sigruðu stólarnir 115 – 52.
 
ÍA átti tvo leiki í röð og spiluðu þeir næst við Þórsara. Þór náði aldrei að hrista Skagamennina almennilega af sér og endaði leikurinn 101-93 fyrir Þór.
 
Fyrir lokaleikinn var ljóst að bæði Höttur og Tindastóll gátu orðið Greifamótsmeistarar og var því mikið undir hjá báðum liðum. Hattarmenn spiluðu mjög góðan fyrrihálfleik og voru eingungis undir með þremur í hálfleik 40 – 43. Stólarnir girtu sig í brók í seinni hálfleik og lönduðu öruggum sigri 98 – 71.
 
Lokastaða:
 
Tindastóll 6 stig.
Þór 4 stig.
Höttur 2 stig.
ÍA 0 stig.
 
Mynd/ Thorsport.is – Tindastóll Greifamótsmeistari 2012  
Fréttir
- Auglýsing -