spot_img
HomeFréttirTímabilinu lokið hjá Grétari: Mikið áfall segir þjálfarinn

Tímabilinu lokið hjá Grétari: Mikið áfall segir þjálfarinn

Grétar Ingi Erlendsson verður ekki meira með Þór Þorlákshöfn þessa leiktíðina, í besta falli gæti hann sést á parketinu á nýjan leik fari Þór eins langt og tímabilið leyfir en líkast til verða stuðningsmenn Þórs að fella sig við algert brottfall miðherjans sterka.
,,Grétar fer í aðgerð 22. desember og er þá a.m.k. frá næstu þrjá mánuði,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs í samtali við Karfan.is í dag. Grétar er með slitið liðband í hné og verður því eins og gefur að skilja ekki með Þór annað kvöld í undanúrslitum Lengjubikars karla.
 
,,Læknirinn tjáði honum að ef hann píndi sig eitthvða meira núna en hann hefur verið að gera undanfarið þá myndi hann bara eyðileggja endanlega á sér hnéð. Í besta falli er Grétar klár í lok mars,“ sagði Benedikt og kvað þessa niðurstöðu mikið áfall fyrir nýliða Þórs.
 
,,Þetta er mikið áfall fyrir liðið enda er Grétar eini eiginlegi miðherjinn okkar. Liðið var sett saman með hann í stöðu miðherja og það er nánast ómögulegt að skipta út stórum íslenskum leikmanni. Vandamálið er minna ef við erum að ræða um bakvarðastöðurnar en tveggja metra góðan Íslending er ekki að finna víða svo þetta er mikið áfall.“
 
Grétar segir því skilið við Þór Þorlákshöfn í 5. sæti deildarinnar en hann hefur leikið sex deildarleiki með liðinu og gert 6,3 stig og tekið 3,5 fráköst að meðaltali í leik.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -