spot_img
HomeFréttirÞungur róður gegn Þjóðverjum

Þungur róður gegn Þjóðverjum

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Þýskalandi í dag í 8 liða úrslitum Evrópumótsins í Podgorica, 83-38.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var ekkert sérstaklega mikið jafnræði með liðunum í leiknum, en þýska liðið leiddi með 24 stigum í hálfleik og bætti svo enn í seinni hálfleiknum.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Kolbrún Ármannsdóttir með 12 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá skilaði Bára Óladóttir 6 stigum, 4 fráköstum og Heiðrún Hlynsdóttir var með 4 stig og 6 fráköst.

Tapið þýðir að Ísland mun næst leika um sæti 5 til 8 á mótinu, en þar mæta þær Litháen í fyrri leik á morgun kl. 11:30.

Tölfræði leiks

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -