spot_img
HomeFréttirÞrír sigrar í jafn mörgum leikjum hjá yngri landsliðum í dag

Þrír sigrar í jafn mörgum leikjum hjá yngri landsliðum í dag

Yngri landslið Íslands léku þrjá leiki gegn Noregi í dag og unnu þau þá alla.

Fyrsti leikurinn var lokaleikur undir 18 ára drengja á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð. Þann leik vann Ísland með sex stigum 86-92 og tryggði sér þar með bronsverðlaun á móti þessa árs.

Hérna er meira um leikinn

Næst var röðin komin að undir 16 ára stúlkum sem unnu sinn leik gegn Noregi nokkuð örugglega, 67-84, en leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur á Norðurlandamóti þetta árið í Kisakallio í Finnlandi.

Hérna er meira um leikinn

Síðasti leikur dagsins var svo sigur undir 16 ára drengja gegn Noregi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, en líkt og hjá stúlkunum er um fyrsta leik móts að ræða. Ísland vann leikinn 54-78, en óhætt er að segja að þær tölur gefi litla vísbendingu um hvernig leikurinn spilaðist. Hann var í raun í járnum allt fram til miðs fjórða fjórðungs, en þá setti Ísland fótinn á bensínið og kláraði leikinn með miklum glæsibrag.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -