spot_img
HomeFréttirUnnu til bronsverðlauna í Södertalje

Unnu til bronsverðlauna í Södertalje

Undir 18 ára lið drengja vann bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð.

Í lokaleik liðsins unnu þeir Noreg með 6 stigum, 86-92. Ísland vann því þrjá leiki og tapaði tveimur á mótinu, en töp þeirra komu gegn liðunum sem enduðu í fyrsta og öðru sæti, Finnlandi og Danmörku.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Logi Guðmundsson með 25 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Honum næstur var Jakob Kári Leifsson með 19 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -