Þeir Pétur Rúnar Birgisson, Hannes Ingi Másson og Ragnar Ágústsson hafa allir framlengt samning sinn við Tindastól og munu vera með liðinu á komandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í kvöld.
Þeir Pétur og Ragnar framlengdu samninga sína til næstu þriggja ára og Hannes til eins árs. “Það er mikið fagnaðarefni að þessir uppöldu leikmenn séu klárir i bátana. Þeir eru DNAið í félaginu og ásamt því að vera gæða leikmenn allir þrír þá eru þeir algjörir máttarstólpar i því að viðhalda menningunni í félaginu.” segir Arnar Guðjónsson nýráðinn þjálfari Tindastóls.