Kristófer Acox og liðsfélagar í Furman háskólanum unnu sinn þriðja sigur í röð í nótt þegar Furman lagði Liberty skólann 79-56. Kristófer hjó nærri tvennunni með 13 stig og 9 fráköst á 20 mínútum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá laglega troðslu hjá Kristófer þegar rúmar 30 sek. eru liðnar af myndbandinu.
LIU Blackbirds urðu að sætta sig við 84-89 ósigur í háskólaboltanum í nótt eftir framlengdan spennuslag. Lokatölur 84-89 þegar LIU og Fordham háskólinn áttust við. Martin Hermannsson gerði 15 stig í liði LIU.
Martin var einnig með 5 stoðsendingar og einn stolinn bolta í leiknum en stigahæstur hjá LIU var Jerome Frink með 30 stig og 9 fráköst. Tapið hjá LIU í nótt var það þriðja í síðustu fjórum leikjum.