spot_img
HomeFréttirÞriðji í röð hjá LIU

Þriðji í röð hjá LIU

Eftir afar erfiða byrjun þá hafa þeir LIU menn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og unnu í gær sinn þriðja leik í röð og nú gegn liði Florida International University.  Lokastaða leiksins 69:58 og okkar menn í risa hlutverkum á lokakaflanum en leikurinn að þessu sinni spilarðu í Barcleys Center heimavelli Brooklyn Nets.  LIU leiddu í hálfleik með 5 stigum, 30:25.  Í seinni hálfleik koust FIU yfir í leiknum og í stöðunni 43:39 tók við alíslenskur kafli í leiknum.  Þeir Martin og Elvar sáu um að koma liðinu aftur í forystu með næstu 10 stigum liðsins og þegar um 10 mínútur voru til loka leiks þá hafði þessi kafli breytt stöðunni í 50:45 LIU í vil. 
 
Eftir þetta þá náðu FIU aldrei að ógna sigri LIU og þriðj sigurinn í höfn hjá þeim LIU þetta árið. 
 
Drengirnir, Elvar og Martin báðir með skínandi góðan leik, Elvar 17 stig, 3 stoðsendingar og 2 fráköst og Martin með 10 stig og sitthvort frákastið og stoðsendinguna.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -