Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þegar Golden State eru annars vegar þá eru sagnfræðingarnir ekki langt undan þessi misserin. Charlotte Hornets heimsóttu Warriors í nótt og höfðu ekki erindi sem erfiði, lokatölur 111-101 meistarana í vil þar sem Draymond Green komst í sögubækur Warriors með sinni þriðju þrennu í röð.
Green var með 13 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum en tíunda stoðsendingin kom þegar hann fann skotvélina Steph Curry sem skilaði niður þrist. Splash-bræðurnir Klay og Curry voru báðir með 30 stig í liði Warriors, skutu saman 11-21 í þristum en þeir Kemba Walker og Jeremy Lamb voru báðir með 22 stig í liði Hornets.
Green náði s.s. í nótt þrennu þriðja leikinn sinn í röð hjá Golden State og jafnaði þar með félagsmet Tom Gola frá tímabilinu 1959-60. Síðasti maður í NBA deildinni til að ná þessum áfanga var Russell Westbrook þegar hann gerði fjórar þrennur í röð með Oklahoma.
Öll úrslit næturinnar
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
25 | 25 | 29 | 20 | 99 |
|
|
|
|