Bakvörðurinn Þorsteinn már Ragnarsson er á batavegi Þórsurum úr Þorlákshöfn til mikillar gleði. Undanfarna tvo mánuði eða svo hefur Þorsteinn verið að glíma við viðbeinsbrot en samkvæmt heimasíðu Þórsara, thorkarfa.com er kappinn allur að koma til.
Á heimasíðu Þórs segir:
,,Læknirinn segir að ég gæti verið klár eftir 5 vikur en ég ætla mér að byrja fyrr, þar sem ég finn ekki mikið til í hendinni í dag” sagði Þorsteinn brattur eftir æfingu kvöldsins.
thorkarfa.com