spot_img
HomeFréttirThelma Dís með Keflavík

Thelma Dís með Keflavík

 

Verðmætasti leikmaður Dominos deildar kvenna á síðasta tímabili, leikmaður Keflavíkur, Thelma Dís Ágústsdóttir, mun leika með liðinu á því næsta. Einhverjar vangaveltur höfðu verið uppi um hvort hún væri á leið í háskólanám til Bandaríkjanna. Thelma staðfesti þetta við Karfan.is rétt í þessu. Sagðist hún hafa verið komin með einhverja skóla, en hafi ekki verið nógu spennt fyrir þeim og ætli því að skoða þetta að ári liðnu.

 

Thelma átti hreint frábært tímabil með Keflavík í fyrra. Skilaði 11 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir Keflavík sem vann bæði Íslands og bikarmeistaratitilinn.

Fréttir
- Auglýsing -