spot_img
HomeFréttirÞægilegur sigur hjá KR

Þægilegur sigur hjá KR

Viðureign Hamars og KR í kvöld verður seint minnst sem skemmtilegs leiks né áferðarfallegs körfubolta. KR voru mætta austur fyrir fjall til að berjast og það var mikið til munurinn í á liðunum. 
 
Hamarskonur með fyrirliðann Írisi mætta í byrjunarliðið voru ekki að hitta vel í byrjun og raunar allan leikinn. KR komst fljótlega í bílstjórasæið og leiddu 10-21 eftir fyrsta leikhluta og eftir smá kipp um miðjan 2. leikhluta hjá heimakonum var munurinn 20-27. Þessi kippur var lítill og mældist ekki á skjálftamælum fyrir austan fjall. KR fór með þægilega forustu, 30-41, inn í hálfleikinn. Frákastagleði heimakvenna var lítil sem engin í fyrri hálfleik og KR konur voru að byggja sína forystu á góðum þriggja stiga skotum meðan allt Hamars-liðið var að hitta og frákasta dapurlega. 3.leikhluti byrjaði eins og fyrri hálfleikur og staðan 40-59 að honum loknum. KR komst í 23 stiga forystu í byrjun 4.leikhluta en þá var sem Hamar vaknaði loks til lífsins og Katherine sem fram að þessu var mislagðar hendur og fætur átti frábæarn leikhluta. Hamar pressaði síðustu 3 mínúturnar og skoraði 14 stig á móti 3 stigum KR tapaði 8 boltum á þessum 3 mínútum en munurinn var of mikill fyrir heimastúlkur og lokastaðan því sanngjörn 67-75 fyrir KR.
 
Hjá Hamri var fátt um afbragðs leik og skotnýting lág en Katherine Greham var öflug eftir að kveikt var á keppnisskapinu hjá henni í 3ja leikhluta og skoraði 23 stig og stal 8 boltum, Samantha Murphy setti 25 stig, Marín Laufey Davíðs10 stig, Íris Ásgeirs 5, Álfhidur Þorsteins 2/11 fráköst og Kristrún Rut Antons 2 stig. Hjá KR var Erica Prosser afbragðsgóð, sjórnaði sínum leik vel og var með 22 stig, 5 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Margrét Kara kom næst með 14 stig/ 21 frákast, Sigrún Sjöfn Ámunda 12 stig , Bryndís Guðmunds 10, Hvergerðingurinn Hafrún Hálfdánar 6, Anna María Ævars 6 og Helga Einars 5 stig.
 
Mynd/ Úr safni: Margrét Kara Sturludóttir var með myndarlega tvennu í liði KR í kvöld.
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson   
Fréttir
- Auglýsing -