spot_img
HomeFréttirTeodosic ekki með Serbíu á EuroBasket

Teodosic ekki með Serbíu á EuroBasket

 

Serbenska körfuknattleikssambandið tilkynnti rétt í þessu að fyrirliði liðs þeirra, Milos Teodosic, myndi ekki taka þátt í lokamóti EuroBasket sem hefst nú í lok mánaðar. Samkvæmt þeim eru það meiðsl í kálfa sem koma í veg fyrir þáttöku kappans, en bæði hafi það verið metið svo af sambandinu, sem og af læknateymi NBA félagsliði kappans, Los Angeles Clippers.

 

Fréttirnar koma aðeins nokkrum dögum eftir að tilkynnt var að miðherji liðsins Miroslav Raduljic gæti ekki tekið þátt vegna hnémeiðsla, en þeir tveir eru þá komnir á langan lista leikmanna serbneska liðsins sem ekki munu taka þátt. Þar sem menn á borð við Nikola Jokic, Nemanja Bjelica og Vladimir Micov verða fjarri góðu gamni.

 

Serbía mun leika í D riðli mótsins sem fram fer í Tyrklandi. Með þeim í riðli eru Belgía, Bretland, Lettland, Rússland og heimamenn í Tyrklandi.

 

Fréttir
- Auglýsing -