„Ég hef stundað þjálfun í 12 ár en ég hef enn ekki þjálfað stráka, ætli ég eigi það ekki bara eftir og mig grunar að það sé svolítið mikill munur á því að þjálfa stráka og stelpur,“ sagði Bylgja hress í bragði. Vel hefur gengið hjá þeim mæðgum að fjölga á æfingum og samstarf þeirra nær nokkuð langt aftur þar sem Bylgja þjálfaði Eygló í yngri flokkum en nú eru þær saman við stýrið og vinna með komandi kynslóðir hjá Njarðvík.
??„Þegar ég hætti að þjálfa Eygló fór hún bara að koma með mér á æfingar og auðvitað fór þetta svona, hún fór bara að þjálfa með mér,“ sagði Bylgja og bætir við að nauðsynlegt sé að gera menntun þjálfara á Íslandi markvissari. „Ég hef sótt þau námskeið sem hafa verið í boði hér og Eygló líka en það er í raun allt of lítið í boði. Ég myndi vilja sjá kerfið í körfunni markvissara, t.d. eins og hjá KSÍ þar sem maður getur unnið sig upp menntaþrepin.
“??Eygló segir mikilvægt að fylgjast með öðrum þjálfurum: „Það er virkilega gott að sækja námskeiðin og sjá hvernig aðrir þjálfarar starfa. Ég skoða þjálfarasíður á Facebook og reyni að fylgjast eins vel með og hægt er.“ Þær mæðgur hafa þó enn ekki farið sömu leið og sumir þjálfarar gera til að bæta menntun sína, þ.e. með því að sækja námskeið erlendis.
„Kannski hafa einhver gömul kynjahlutverk áhrif, það er þá hugsun sem þyrfti að breyta. Á þeim árum sem karlarnir eiga kannski sín bestu þjálfunartímabil eru konur í mörgum tilfellum í uppeldishlutverkinu. En sama hvað svona kynjahlutverkum líður þá þurfa félögin að vera duglegri að ná inn stelpum sem t.d. hætta í körfubolta og halda þeim inni í starfinu. Mögulega eru þær margar sem hafa ekki áhuga eða vilja ekki keppa en hafa samt áhuga á því að taka þátt í starfinu,“ sagði Bylgja. ??

Saumaklúbburinn
??Bylgja er í ansi athyglisverðum saumaklúbbi og hefur þar forskot á dóttur sína, en í klúbbnum eru nokkrar kempur sem hafa látið að sér kveða í boltanum og sumar líka sem þjálfarar. ??„Já í þessum saumaklúbbi eru m.a. Anna María Sveinsdóttir, Margrét Sturlaugsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir,“ sagði Bylgja. Þessi létti og netti saumaklúbbur á suðvesturhorni landsins inniheldur flestar konur sem þjálfað hafa einna mest í íslenska boltanum svo félagsskapurinn er svo sannarlega góður. En hvað með að taka við úrvalsdeildarliði, er það inni í myndinni???
„Nei við höfum kannski ekki hugsað mikið út í það. Það fer gríðarlegur tími í að búa til og ná ungviðinu inn á æfingar og það er krefjandi vinna að þjálfa yngri flokka. Vissulega er spennandi að taka við eldri flokkum og ég hef t.d. verið að aðstoða Einar Árna Jóhannsson í stúlknaflokki og verð með Jóni Guðmundssyni með U18 ára landsliðið í sumar,“ sagði Bylgja og því má segja að hún sé hægt og bítandi að fá meira krefjandi verkefni. ??
Hvað Eygló varðar, þá hefur hún takmarkaðan áhuga á því að taka t.d. við meistaraflokki kvenna í Njarðvík. Þó fordæmi séu vissulega fyrir því að ungum þjálfurum sé gefinn séns í Ljónagryfjunni, sá stærsti kannski þegar Friðrik Ingi Rúnarsson, rétt skriðinn yfir tvítugt, tók við meistaraflokknum hér í eina tíð. Hefur Eygló áhuga á því að fá „Friðriks Inga-sénsinn“???
„Nei ég myndi ekki geta hugsað mér það svona ung, þarna eru allar vinkonurnar mínar og ég væri ekki til í að þjálfa þær,“ svaraði Eygló létt.??
Hvernig gengur hjá mæðgum að þjálfa saman???
„Þetta gengur bara vel,“ sagði Eygló. „Við skiptum þessum hlutum vel á milli okkar og það er mjög gott að hafa mömmu með sér og vinna með henni. Bylgja segir svo áskorun fyrir körfuboltann að keppa við allt annað sem er í boði fyrir börn nú til dags. „Það eru fimleikar, fótbolti, dans og margt fleira en við reynum að hafa gott starf einnig utan æfinganna eins og kvöldvökur uppi í íþróttahúsi eða eitthvað annað spennandi.“
?Eygló bætir við: „Við erum stundum með atriði á svona kvöldvökum, erum jafnvel með dans fyrir stelpurnar og mamma er mjög dugleg að æfa sig heima en æfingarnar skila sér hins vegar ekki þegar á hólminn er komið!“ Við tók góður hrossahlátur mæðgnanna, en hvað ber framtíðin í skauti sér hjá þjálfurunum?
??„Maður bíður spenntur eftir hverju hausti og það eru margir litlir hlutir sem gera starfið afar spennandi. Ég tel ekki velgengni í titlum heldur iðkendum,“ sagði Bylgja. „Ég myndi vilja sjá fleiri konur fara út í þjálfun,“ sagði Eygló. Ég veit ekki með dómgæsluna, eins og er finnst mér gaman að þjálfa og þá sé ég mig ekki í dómgæslunni, allavega ekki ef pabbi er í stúkunni,“… annar hrossahlátur!
??„Kvenþjálfurum á eftir að fjölga, við vonum það að minnsta kosti. Við vonum líka að okkar starf geti hvatt aðrar konur til dáða og ég mér þótti gaman þegar formaður KKÍ nefndi við mig að það væri sérstakt starfið sem við mæðgur sinnum saman. Kallað hefur verið eftir aukinni menntun hér innanlands og við þurfum að halda afar vel utan um alla grasrótina okkar, ekki bara framtíðarleikmenn heldur einnig framtíðardómara og framtíðarþjálfara,“ sögðu þær Eygló og Bylgja að lokum.