spot_img
HomeFréttirTap hjá Værlöse og Horsens

Tap hjá Værlöse og Horsens

 
Kapparnir Sigurður Þór Einarsson og Axel Kárason stóðu í ströngu í gær með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni. Að lokinni þessari helgi eiga þeir Sigurður og Axel það sammerkt að hafa mátt þola ósigur með sínum liðum.
Því miður er tölfræðin úr þessum leikjum ekki fáanleg og munu Danir vera í einhverju veseni með tölfræðina hjá sér um þessar mundir. Lokatölurnar eru þó komnar í hús þar sem Sigurður og Horsens lágu 105-114 á heimavelli gegn Næstved. Axel Kárason og Værlöse eru enn á botni deildarinnar án stiga eftir 62-66 ósigur á heimavelli gegn BK Amager.
 
Fréttir
- Auglýsing -