Nú þykir það endanlega ljóst að Will Graves komi til með að kveðja Keflvíkinga en þessi öflugi framherji er nú á leið til Ísrael að spila í efstu deild þar. Will kveður ísland og stuðningsmenn Keflavíkur með trega samkvæmt nýjustu Facebook færslu hans. Maccabi Haifa er liðið sem Will mun spila með út leiktíðina en þeir eru sem stendur í 10 sæti deildarinnar og þurfa virkilega á hjálpinni að halda.
Færsla Will í heild sinni:
“I would just like to take the time to thank Iceland and the Keflavik organization for the opportunity to renew my professional career. Thank you to the staff, the fans and my teammates for allowing me to have a wonderful experience here as a whole (on and off the court). I’ve truly appreciate my time here and hate we have to part ways, but I thank you for allowing me to be able to better myself as a person and professional basketball player!! Takk Fyrir!!…”
– Will Graves
Keflvíkingar halda nú á miðin í kanalottóið fræga en þeir ættu ekki að örvænta þar sem þeir hafa Tómas Tómasson við stýrið og hann hefur verið duglegur að landa þeim “stóra” á síðustu árum.