Kvennalið Keflavíkur mun berast liðstyrkur von bráðar. Það er TaKesha Watson sem átti að hefja tímabilið með Keflavík sem mun mæta til leiks og klára mótið með þeim bláklæddu. Watson þarf vart að kynna körfuknattleiks áhangendum en hún vann einmitt titilinn með Keflavík í fyrra og var með þeim árið þar á undan einnig. Gríðarlegur liðstyrkur fyrir Keflavík sem mun án efa gera liðið en öflugra en það er fyrir.
"Ég veit að hverju ég geng með hana, þetta er eini erlendi leikmaðurinn sem ég vildi og lukkulega var hún á lausu" sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Karfan.is