Búið er að fresta viðureign Fjölnis og KFÍ sem fara átti fram í Lengjubikar karla í kvöld en ekki verður flugfært vestur í dag. Leiknum er frestað til miðvikudagsins 16. nóvember.
Fleiri leikir eru á dagskránni í dag, aðallega í drengjaflokki og 2. deild karla en yfirlit yfir alla leiki dagsins má nálgast hér.
Mynd/ Örvar og Fjölnismenn sitja sem fastast í höfuðborginni, þriðja daginn í röð.