spot_img
HomeFréttirSýnir að ég hef sannað mig síðustu ár!

Sýnir að ég hef sannað mig síðustu ár!

 
,,Að komast á Wooden listann er að sjálfsögðu frábært og góð viðurkenning en að sama skapi þá er þetta að sýna að síðustu þrjú ár hef ég náð að sanna mig sem leikmaður en ég þarf að eiga mjög gott ár í ár til að komast á næsta stig,“ sagði Helena Sverrisdóttir í samtali við Karfan.is. Helena var á dögunum tilnefnd á John Wooden listann sem er einhver mesti heiður sem háskólakörfuboltamanni getur hlotnast. Helena leikur með TCU skólanum í bandarísku háskóladeildinni. 
,,Undirbúningurinn hjá okkur í TCU gengur bara mjög vel, nú erum við búnar með viku í æfingum með þjálfaranum og þetta lítur gríðarlega vel út miðað við hvar við erum stödd,“ sagði Helena sem var í Los Angeles um helgina í síðasta fríinu sínu fyrir mót.
 
,,Það var haustfrí hjá okkur svo ég ákvað að skreppa til LA og njóta síðustu fríhelgarinnar. Á morgun, þriðjudag, fer svo allt á fullt hjá okkur og næsta frí verður ekki fyrr en í apríl.“
 
Mikið mun mæða á Helenu í vetur í liði TCU þar sem hún er einn sterkasti leikmaður liðsins og á sínu síðasta skólaári hjá TCU.
 
Fréttir
- Auglýsing -