spot_img
HomeFréttirSvipmyndir: Valsmenn skoruðu eins og enginn væri morgundagurinn

Svipmyndir: Valsmenn skoruðu eins og enginn væri morgundagurinn

 
Fyrsti sigur Vals í 1. deild karla í körfuknattleik kom í gærkvöldi þegar Ármenningar mættu í innansveitarkrónikuna í Vodafonehöllinni. Lokatölur voru hvorki meiri né minni en 126-98 Valsmönnum í vil. 
Sex leikmenn Vals voru með 10 stig eða meira í leiknum og þeirra atkvæðamestur var Hörður Helgi Hreiðarsson með 28 stig og 8 fráköst. Næstur Herði kom svo Calvin Wooten með 25 stig.
 
Antonio Houston er nýjasti liðsmaður Ármenninga en Njarðvíkingar sögðu honum nýverið upp í Iceland Express deild karla. Houston fór mikinn í liði Ármanns í gær með 43 stig og 9 fráköst og samtals 38 í framlagseinkunn.
 
Valsarinn Torfi Magnússon var venju samkvæmt með vélina á lofti í gær og má nálgast svipmyndir úr leiknum hérna.
Fréttir
- Auglýsing -