spot_img
HomeFréttirSvipmyndir: FSu tókst að stríða KR

Svipmyndir: FSu tókst að stríða KR

 
KR rétt eins og hin tvö toppliðin Stjarnan og Njarðvík hafði sigur í sínum leik í gær þegar botnlið FSu mætti í DHL-Höllina. Lokatölur leiksins voru 110-87 KR í vil þar sem Tommy Johnson gerði 30 stig í liði KR. Þeir Richard Williams og Cristopher Caird voru svo báðir með 28 stig í liði FSu.
KR leiddi 21-18 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 49-40. Í þriðja leikhluta gerðu FSu gott áhlaup og náðu að minnka muninn í 51-50 en nær komust þeir ekki. KR leiddi 76-66 eftir þriðja leikhluta og þá var allur vindur úr gestunum þar sem KR gerði 34 stig gegn 21 frá FSu og lokatölur því 110-87 eins og fyrr greinir.
 
Tomas Kolodziejski smellti af myndum í Vesturbænum í gær sem nálgast má hér.
Fréttir
- Auglýsing -