Snæfell er komið áfram í undanúrslit Subwaybikarsins í karlaflokki eftir 100-96 sigur á Fjölni í framlengdum leik í Stykkishólmi í gær. Sean Burton var fyrirferðamikill í liði Hólmara í gær með 24 stig og 13 stoðsendingar.
Christopher Smith lét til sín taka í herbúðum Fjölnis með 27 stig, 12 fráköst , 5 stoðsendingar og 5 varin skot.
Þorsteinn Eyþórsson var mættur í Fjárhúsið í gær og smellti af myndum sem nálgast má hér.