spot_img
HomeFréttirSverrir til Keflavíkur

Sverrir til Keflavíkur

10:45

{mosimage}

Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að snúa aftur heim til Keflavíkur og spila með Íslandsmeisturunum í Iceland Express-deild karla næsta vetur.

Sverrir er því enn einn leik­maðurinn sem Njarðvíkingar missa en hann er traustur leikstjórnandi og einn besti varnarmaður deildarinnar; hefur spilað 302 leiki í úrvalsdeild karla með Keflavík, Njarðvík, Tindastól og Snæfelli en hann er Keflvíkingur að upplagi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þá var Sverrir búinn að tilkynna Njarðvíkingum að hann færi frá liðinu löngu áður en Valur Ingimundarson var ráðinn sem þjálfari og því hafði sú ráðning ekkert með það að segja að Sverrir Þór fer frá liðinu.

Sverrir Þór var með 5,6 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum með Njarðvík í vetur. Árið á undan var hann með 7,3 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali á 24,3 mínútum með Keflavík en Sverrir Þór hefur alls spilað 153 leiki fyrir félagið í efstu deild og er tíundi leikjahæsti leik­maður félagsins í úrvalsdeild.

www.visir.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -