spot_img
HomeFréttirSveinn Búi til Vals

Sveinn Búi til Vals

Valsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Dominos deild karla þar sem liðið hefur samið við Svein Búa Birgisson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Sveinn Búi var valinn besti ungi leikmaður 1. deildar karla á síðustu leiktíð en þá lék hann með Selfossi.

Tilkynningu Vals má finna í heild sinni hér að neðan:

Valur hefur komist að samkomulagi við Svein Búa Birgisson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Sveinn Búi var á vordögum valinn efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar en hann átti gott tímabil í körfubolta akademíunni á Selfossi þar sem hann skilaði 12 stigum og tæpum 7 fráköstum að meðatali í leik.

Sveinn Búi hefur verið fastamaður í öllum íslenskum yngri landsliðunum og lék stórt hlutverk hjá U20 liðinu í Eistlandi í júlí mánuðinum. Hann hóf sinn körfuboltaferli ungur að árum í Val ásamt því að leika með Ármanni og KR í yngri flokkunum.

Sveinn Búi er hávaxinn bakvörður/framherji sem getur leyst margar stöður á vellinum og á eftir að nýtast vel í baráttunni ákomandi tímabili.

Við bjóðum Svein Búa velkominn aftur í Val og bindum miklar vonir við hans frammistöðu í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -