Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við Katherine Graham um að spila með liðinu í vetur. Graham mun leysa Hannah Tuomi af hólmi en hún er meidd á hné. www.sunnlenska.is greinir frá.
Graham er komin til landsins og verður í liði Hamars sem mætir Snæfelli á heimavelli á morgun kl. 16:30.
Graham kemur frá Louisiana State háskólanum en hún lauk námi þar í vor. Hún er 22 ára bakvörður og var einn af lykilmönnum í sterku liði LSU síðasta vetur.
www.sunnlenska.is