spot_img
HomeFréttirSundsvall sigri frá undanúrslitum

Sundsvall sigri frá undanúrslitum

 
Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Elías Bæringsson leiða 2-1 með Sundsvall Dragons gegn Jamtland Basket í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Sundsvall tók á móti Jamtland í gærkvöldi í þriðju viðureign liðanna þar sem lokatölur voru 91-74.
Saman voru þeir Hlynur og Jakob með 30 stig í leiknum fyrir Sundsvall að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag en tölfræði leiksins er enn ekki orðin aðgengileg á heimasíðu sænska körfuknattleikssambandsins.
 
Þann 4. apríl mætast Jamtland og Sundsvall í sínum fjórða leik á heimavelli þeirra fyrrnefndu en með sigri þar getur Sundsvall tryggt sér sæti í undanúrslitum deildarinnar.
 
Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala steinlágu hinsvegar á heimavelli fyrir Södertälje 79:97. Helgi Már skoraði 7 stig í leiknum, tók 4 fráköst og gaf eina stoðsendingu.
 
Þá verður Logi Gunnarsson á ferðinni í kvöld þegar Solna Vikings tekur á móti Norrköping Dolphins en staðan í einvíginu er 2-1 Norrköping í vil og sigur nauðsynlegur hjá Solna, að öðrum kosti er liði komið í sumarfrí.
 
Staðan hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð:
 
Sundsvall 2-1 Jamtland
Norrköping 2-1 Solna
Uppsala 1-1 Södertalje
Fréttir
- Auglýsing -