spot_img
HomeFréttirSundsvall og Norrköping komin í 1-0

Sundsvall og Norrköping komin í 1-0

Í kvöld hófst úrslitakeppnin í sænsku úrvalsdeildinni. Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði sína fyrstu leiki og leiða því í einvígum sínum 1-0.
 
Sundsvall 91-76 08 Stockholm (Sundsvall 1-0 08 Stockholm)
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 17 stig og 4 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson bætti svo við 15 stigum og 6 fráköstum. Hjá 08 Stockholm var Kodi Augustus með 26 stig og 5 fráköst.
 
Norrköpin 94-85 Boras Basket (Norrköping 1-0 Boras)
Pavel Ermolinskij gerði eitt stig í leiknum, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Norrköping var Martin Ringström með 21 stig.
 
Liðin leika aftur á þriðjudaginn 19. mars og þá bæði á útivelli.
  
Fréttir
- Auglýsing -