spot_img
HomeFréttirSundsvall jafnaði Boras að stigum

Sundsvall jafnaði Boras að stigum

Sundavall Dragons hafði í kvöld nauman en sterkan sigr á BC Lulea í sænsku úrvalsdeildinni, 77-72, er liðin áttust við á heimavelli Sundsvall. Með sigrinum setti Sundsvall fjögur stig á milli sín og BC Lulea.

Hlynur Bæringsson var fyrirferðamikill í sigri Sundsvall með 20 stig, 14 fráköst og 3 stoðsendingar en stigahæstur Drekanna var Ernestes Kalve með 23 stig. 

Sundsvall er nú í 3.-4. sæti sænsku deildarinna rmeð 22 stig eins og Jakob og félagar í Boras en Boras hefur betur innbyrðis milli liðanna og á leik til góða á Sundsvall. 

Fréttir
- Auglýsing -