Við tökum nú aðeins púlsinn á Blikum og rýnum í hvað þeir aðhafast yfir sumarið. Sævaldur Bjarnason mun stýra liðinu í 1. deild á næstu leiktíð þar sem liðið féll úr 1. deildinni. Sævaldur sat fyrir svörum en hann beitir frjálsíþróttaþjálfara á sína menn þessar vikurnar.
,,Staðan á mínu liði er bara mjög fín. Við í Breiðablik búum svo vel að vera með frjálsíþróttadeild innan okkar félags og erum með frábæran frjálsíþróttafjálfara í vinnu hjá okkur með meistaraflokk og elstu yngri flokkanna. Þeir eru að æfa 4-5 sinnum í viku fram í ágúst og svo í ágúst förum við að færa okkur yfir í hefðbundnari körfuboltaæfingar. Við erum ekki mikið í körfuboltaæfingum núna þar sem mér finnst mjög mikilvægt að þessar snerpu og styrktaræfingar fái að njóta sýn því þetta er þáttur sem leikmenn geta svo sannarlega bætt sig í. Mínir menn eru búnir að vera duglegir í þessu í sumar og verður júlí vonandi ennþá betri en maí og júní. En við hófum þetta í byrjun maí og verðum svona massíft út júlí en í ágúst þá munum við færa okkur inn í salinn en hafa þetta samt alltaf með 1-2x í viku næsta vetur,” sagði Sævaldur sem mun byggja liðið að mestu leyti á kjarnanum sem þegar er fyrir í Smáranum.
,,Í Breiðablik er mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og ég ætla mér að byggja liðið í kringum þessa stráka á komandi árum. Við erum með góðan kjarna af eldri leikmönnum í Adda Páls, Steina Gunnlaugs, Steinari Ara, Ágústi Angantýs, Gylfa Geirs og Rúnari Pálmasyni. Svo við verðum alltaf með svæði fyrir 5-7 leikmenn úr unglingastarfi félagsins. Ég er spenntur að sjá hvernig úrslit í Ungir/gamlir fara hjá okkur á æfingum í vetur því við verðum með 6 leikmenn eldri og svo 6 kjúkklinga. Í hópnum verða svo um 14 leikmenn uppaldir blikar af 18 manna hóp,” sagði Sævaldur Bjarnason þjálfari Blika.
Þeir leikmenn sem eru farnir eru :
Daníel Guðni Guðmundsson – Starnan
Hjalti Friðriksson – ÍR
Þeir leikmenn sem eru komnir :
Steinar Arason – ÍR
Ljósmynd/ Sævaldur beitir frjálsíþróttaþjálfara á sína menn þetta sumarið.